Landsmßlavefur ß Vestfj÷r­um | skutull@skutull.is

PrÝmadonnur ═slands Ý H÷mrum

Prímadonnur Íslands er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á annan í hvítasunnu klukkan 15 í Hömrum á Ísafirði. Hér er á ferð sannkölluð söngveisla, þar sem fram koma söngkonurnar Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Þóra Einarsdóttir sópran, Auður Gunnarsdóttir alt, ásamt ísfirskættaða píanóleikaranum Helgu Bryndísi Magnúsdóttur. Þetta eru fjórðu og síðustu áskriftartónleikar yfirstandandi starfsárs á vegum Tónlistarfélags Ísafjarðar. Á tónleikunum flytja þær tónlist úr óperum og ýmis fræg sönglög ýmist allar saman eða í dúettum og sem einsöngvarar. Flutt verða atriði úr óperunum Töfraflautunni og Brúðkaupi Figarós eftir Mozart, Il trovatore eftir Verdi, svo eitthvað sé nefnt. Tónleikarnir enda á hinum fræga kattadúett Rossinis.

Vefumsjˇn