Landsmßlavefur ß Vestfj÷r­um | skutull@skutull.is

Opinn fundur Hafrannsˇknarstofnunar um vei­irß­gj÷f

Hafrannsóknastofnunin boðar til opins fundar um veiðiráðgjöf komandi fiskveiðiárs og starfsemi stofnunarinnar í Háskólasetri Vestfjarða, Ísafirði, fimmtudaginn 14. júní kl. 20:00. Fundarstjóri er Daníel Jakobsson bæjarstjóri. Jóhann Sigurjónsson ásamt sérfræðingum mun kynna nýútkomna skýrslu stofnunarinnar. Einnig mun Ásgeir Gunnarsson kynna rannsóknir á steinbít. Að erindum loknum verður opnað fyrir almennar umræður. Allir velkomnir og heitt á könnunni.

Vi­ Dj˙pi­: Opnunartˇnleikar

Jorja Fleezanis, fiðla og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, í Hömrum klukkan 20.

10. tónlistarhátíðin Við Djúpið opnar með tónleikum eins aðalkennara hennar, Jorja Fleezanis, fiðluleikara frá Bandaríkjunum. Með henni kemur fram Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru m.a. sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir Leoš Janáček og Claude Debussy ásamt nýlegu verki eftir Sir John Kenneth Tavener.

Jorja Fleezanis gegndi stöðu konsertmeistara Sinfóníhljómsveitarinnar í Minnesota frá 1989 til 2009. Hún hefur einnig starfað við Sinfóníuhljómsveitirnar í San Francisco og Chicago. Hún hefur leitt fílharmóníurnar Los Angeles undir stjórn Esa Pekka Salonen og Hong Kong undir stjórn Ton Koopman.

Konur fagna KvenrÚttindadeginum Ý Edinborgarh˙sinu

Kvenréttindadagurinn 19. júní 2012. Konur höfum gaman saman.

Fögnum því að konur fengu kosningarrétt 19. júní 1915. Hittumst í Edinborgarhúsinu, Bryggjusal kl. 20:30. Boðið verður upp á léttar veitingar og skemmtidagskrá. Verð á hverja konu, kr. 1.500.- Kvenfélögin á norðanverðum Vestfjörðum.

Dansřning finnskra og Ýslenskra listamanna Ý Edinborg

Hópur finnskra listamanna er nú í heimsókn hjá Listaskóla Rögnvaldara Ólafssonar. Í hópnum eru nemendur frá Turun Seudun Tanssioppilaitos og listamennirnir Marjukka Erälinna sirkuslistakona, Tommi Tommi hljóð- og slagverksleikari og Marko Erälinna ljósameistari. Gestirnir vinna ásamt nemendum LRÓ og dansaranum Hennu-Riikku Nurmi að verkinu Find Ice. Verkefnið hófst á Ísafirði vorið 2011 og fóru nemendur LRÓ ásamt Hennu-Riikku til Turku í Finnlandi í ágúst á síðasta ári.  Tvær sýningar verða í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, 20. júní kl. 17 og 21. júní kl. 19.  Á fyrri sýningunum sýna nemendur LRÓ og Turun Seudun Tanssioppilaitos og á þeirri seinni sýna listamennirnir Henna-Riikka, Marjukka Tommi og Marko. Til liðs við þá koma ísfirskir listamenn, þeir Jón Sigurpálsson og Gunnar Jónsson myndlistarmenn og Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari. Selt er inn á sýningarnar gegn vægu verði.

Vi­ Dj˙pi­: Klarinettukvintett Ý H÷mrum

Tónleikar í Hömrum kl. 20. Klarinettukvintett frá New York: The Declassified

Klarinettukvintett frá the Declassified leikur á tvennum tónleikum á tónlistarhátiðinni Við Djúpið í ár. Á þeim fyrri eru 4 verk eftir 20. aldar tónskáldin Arvo Pärt, James Macmillan, Kimmo Hakola og David Bruce. Verkin eiga það öll sameiginlegt að vera ný af nálinni, samin á síðustu 30 árum.  The Declassified er nýr kammerhópur stofnaður í Carnegie Hall í New York. Hópurinn hefur komið fram vítt og breitt um heiminn frá árinu 2010. Hópurinn kom fram á tónlistarhátíðinni Við Djúpið sumarið 2011 undir heitinu Ensemble ACJW.

Vi­ Dj˙pi­: Jussanam Dejah syngur Ý H˙sinu

Söngvaskáld í Húsinu kl. 22.  Jussanam Dejah ásamt húshljómsveit, en hana skipa Halldór Smárason, Valdimar Olgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson.

Jussanam Dejah lagði stund á leiklist í heimalandi sínu Brasilíu áður en hún lagði sönginn fyrir sig. Hún gerðist íslenskur rískisborgarari í fyrra. Jussanam hefur búið og starfað í Reykjavík frá 2008 og hefur starfað með mörgum af fremstu jazztónlistarmönnum landsins. Jussanam hefur komið fram víða á Íslandi og erlendis, meðal annars á öllum norðurlöndunum. Fyrsta sólóplata hennar, Ela é Carioca, með söngvum eftir Tom Jobim, kom út árið 2009.

═sland-Finnland: listsřning og dans Ý Edinborg

Hópur finnskra listamanna er nú í heimsókn hjá Listaskóla Rögnvaldara Ólafssonar. Í hópnum eru nemendur frá Turun Seudun Tanssioppilaitos og listamennirnir Marjukka Erälinna sirkuslistakona, Tommi Tommi hljóð- og slagverksleikari og Marko Erälinna ljósameistari. Gestirnir vinna ásamt nemendum LRÓ og dansaranum Hennu-Riikku Nurmi að verkinu Find Ice. Verkefnið hófst á Ísafirði vorið 2011 og fóru nemendur LRÓ ásamt Hennu-Riikku til Turku í Finnlandi í ágúst á síðasta ári. Tvær sýningar verða í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, 20. júní kl. 17 og 21. júní kl. 19. Á þeirri seinni sýna listamennirnir Henna-Riikka, Marjukka Tommi og Marko. Til liðs við þá koma ísfirskir listamenn, þeir Jón Sigurpálsson og Gunnar Jónsson myndlistarmenn og Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari. Selt er inn á sýningarnar gegn vægu verði.

Vi­ Dj˙pi­: Flauta, pÝanˇ og sellˇ Ý H÷mrum

Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari leikur ásamt píanóleikaranum Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og Sæunni Þorsteinsdóttur sellóleikara á tónleikum í Hömrum á Ísafirði í kvöld klukkan 20. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Camille Saint-Saëns og Sergei Prokofiev. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá hátíðarinnar Við Djúpið, sem stendur yfir á Ísafirði þessa dagana.

Skuli mennski Ý H˙sinu

Í kvöld klukkan 22 kemur ísfirska söngvaskáldið Skúli Þórðarson, betur þekktur undir listamannsnafninu Skúli mennski, fram í Húsinu við Hrannargötu, ásamt húshljómsveitinni.

Vi­ Dj˙pi­: Balkansveifla Ý hßdeginu

Anddyri Grunnskólans við Aðalstræti - kl. 12:10 - Balkansveifla.

Á tónleikunum mun hljómsveitin The Balkanics flytja eldfjöruga og hressandi Balkan- og Klezmer tónlist og leika ólíka þjóðlagatónlist frá Austur-Evrópu, Bretlandi, Frakklandi og Svíþjóð. Hljómsveitina skipa þau Sian Phillips, harmonikka, Hugh Tuffen, selló, Jane Lawrence, fiðla og Paul Sherwood, hurdy gurdy. Hljómsveitin kynnir þessi ólíku hljóðfæri til leiks og svarar spurningum tónleikagesta.

Vi­ Dj˙pi­: Tv÷ pÝanˇ og fi­la Ý H÷mrum

Hamrar - kl.20:00 - Píanó, píanó, fiðla.

Á tónleikunum koma fram þau Vovka Ashkenazy og Alice Pinto sem leika á píanó, og einnig leikur Sif Tuliníus fiðluleikari í einu verkanna. Á efnisskránni eru verk eftir Schumann, Brahms, Debussy og Ravel.

Vi­ Dj˙pi­: KK og H˙sbandi­ Ý H˙sinu

Húsið - 22:00 - KK og húsbandið.

Söngvaskáldið KK, Kristján Kristjánsson, ásamt húshljómsveit, en hana skipa Halldór Smárason, Valdimar Olgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson.

 

Meistaraflokkur kvenna: B═/Bol - KeflavÝk

Stelpurnar okkar í BÍ/Bolungarvík taka á móti Keflvíkingum laugardaginn 23. júní, kl. 12, á Skeiðsvelli í Bolungarvík. Er ekki um að gera að bregða undir sig betri fætinum og mæta í brekkuna í Víkinni?!

1. deild karla: B═/Bol - Haukar

1. deild karla í knattspyrnu:  BÍ/Bolungarvík - Haukar á torfnesvelli á Ísafirði 23. júní kl 14:00.

Fj÷lskyldugle­i VerkVest Ý Raggagar­i

Fjölskyldugleði Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldin í Raggagarði laugardaginn 30. júní.

Tónlist, gleði og gaman. Formleg dagskrá hefst kl. 15. Tónlistaratriði, Eggert Nielson og The Cutaways.

Farið verður í allskonar hópleiki og ekki má gleyma frábæru leiktækjunum í garðinum.

Boðið verður uppá grillaðar pylsur og gos og allir fá VerkVest blöðru. Formlegri dagskrá lýkur kl. 17.

Vefumsjˇn