Landsmlavefur Vestfjrum | skutull@skutull.is
07.05.2012 - 08:40

Byrja a byggja horfendastku Torfnesi

Byrja a grafa fyrir nju stkunni. Mynd vestur.is
Byrja a grafa fyrir nju stkunni. Mynd vestur.is
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu áhorfendastúku við íþróttavöllinn á Torfnesi á Ísafirði. Jóhann Torfason, fyrrum knappspyrnukappi og driffjöður knattspyrnumála á Ísafirði tók fyrstu skóflustunguna að nýrri áhorfendastúku á laugardag. Frá þessu segir á fréttavefnum vestur.is. Stúkan verður 55 metrar að lengd og á að rúma 540 áhorfendur. Undir stúkunni verður skotæfingasvæði, sem byggt er fyrir Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar. Í framtíðinni er svo fyrirhugað að byggja félagshúsnæði og þak yfir stúkuna. Bygging stúkunnar hefur verið talsvert umdeild. Ísafjarðarbær samþykkti að leggja 5 milljónir til verksins, eftir nokkrar deilur í bæjarstjórn. Byggingarkostnaður er áætlaður 36 milljónir króna. Það er eignarhaldsfélag sem nefnist ST 2012, sem stendur að fjármögnun og byggingu stúkunnar. Framkvæmdasjóður KSÍ hefur úthlutað 10 milljónum til verksins, en áætlanir ganga út á að einstaklingar og fyrirtæki leggi til það sem á vantar.  Lið BÍ/Bolungarvíkur hefur spilað á undanþágu frá KSÍ undanfarin tvö ár, en það er krafa frá sambandinu að lið í fyrstu deild skulu hafa áhorfendastúku. Vonir standa til að stúkan verði tilbúin í júlí. 
Vefumsjn