Landsmlavefur Vestfjrum | skutull@skutull.is
23.03.2012 - 12:32

Handboltaleikir hj Heri um helgina

Harir naglar: 2. flokkur Harar  handbolta. Mynd hsv.is/hordur
Harir naglar: 2. flokkur Harar handbolta. Mynd hsv.is/hordur
Handboltalið Harðar í 2. og 3. flokki hafa staðið í ströngu að undanförnu á Íslandsmótinu í handknattleik. Nú fer bráðum að líða að lokum keppnistímabilsins, en um helgina leika báðir flokkar hér heima í Íþróttahúsinu við Torfnes. Á morgun laugardag, leikur 2. flokkur karla gegn Þrótti úr Reykjavík. Hefst leikurinn klukkan 14.  Á sunnudaginn leika 3ja flokks strákar einnig gegn Þrótti og hefst sá leikur líka klukkan 14.  Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta í Torfnesið og styðja heimamenn til sigurs. Nánar um handboltann má sjá á heimasíðu Harðar.
Vefumsjn