Landsmlavefur Vestfjrum | skutull@skutull.is
02.06.2012 - 19:01

Markalaust leik Hattar og B/Bol Egilsstum

B/Bol komi me 3 stig, gaman vri a tvfalda au  nsta leik
B/Bol komi me 3 stig, gaman vri a tvfalda au nsta leik
Meistaraflokkur BÍ/Bol gerði markalaust jafntefli við Hött á Egilsstöðum í leik liðanna í 1. deild karla í gær. Þetta er þriðja jafntefli BÍ í sumar, sem enn hefur ekki unnið leik í deildinni. Leikurinn í gær var bragðdaufur framan af, að sögn heimamanna, en seinni hálfleikur var líflegri og áttu bæði lið þá góð færi. Goran Vijic fékk nokkur færi til að skora, en ekki gekk það, eins átti Þórður Ólafsson skot yfir frá markteig. Heimamenn í Hetti áttu einnig sína færi, en náðu heldur ekki að skora. Höttur er með 5 stig, en BÍ/Bol með 3 stig eftir fjórar umferðir.  Næsti leikur meistaraflokks er í Bikarkeppni KSÍ gegn úrvalsdeildarliði Breiðabliks á Kópavogsveglli, föstudag 8. júní klukkan 19:15.

Lið BÍ/Bol var þannig skipað í dag: Þórður Ingason (markmaður), Hafsteinn Rúnar Helgason, Haukur Ólafsson ('78), Sigurgeir Sveinn Gíslason, Pétur Georg Markan, Daniel Osafo-Badu ('90), Nikulás Jónsson, Ingimar Elí Hlynsson, Dennis Nielsen, Gunnlaugur Jónasson, Guðmundur Atli Steinþórsson ('58). Varamenn: Bjarki Pétursson (markm.), Florian Decamps, Sigþór Snorrason ('78) Goran Vujic ('58), Haraldur Árni Hróðmarsson.
Vefumsjn