Landsmlavefur Vestfjrum | skutull@skutull.is
04.05.2012 - 09:55

Nverandi kvtakerfi hyglir Reykjavk mest: Hefur nstum tvfalda kvtann fr 1991

HB Grandi er strsta sjvartvegsfyrirtki landsins
HB Grandi er strsta sjvartvegsfyrirtki landsins
Núverandi kvótakerfi hefur þjónað Reykjavík best. Aflahlutdeild Reykjavíkur hefur aukist um 86% frá því frjálst framsal kvóta var leitt í lög árið 1991. Þá var aflahlutdeild útgerða í Reykjavík 7,7% en var á síðasta fiskveiðiári 14,4%. Aflahlutdeild Reykjavíkur var 44.000 þorskígildistonn fiskveiðiárið 2010/2011. Þetta þýðir að kvóti Reykvíkinga er 20 þúsund þorskígildistonnum meiri, en hann hefði verið árið 1991. Það er mesta aukning í einu sveitarfélagi frá þeim tíma. Önnur sveitarfélög sem hafa bætt verulega við sig kvóta eru Grindavík, Snæfellsbær og Skagafjörður. Þá hafa Akranes, Garður og Grenivík einnig bætt við sig aflahlutdeild frá 1991. Þeir sem tapað hafa á kvótakerfinu frá 1991-2011 eru Vestfirðir, mest byggðarlög í Ísafjarðarbæ, en einnig Bíldudalur, Hólmavík, Drangsnes og Súðavík. Þá hefur Fjarðabyggð fyrir austan, Sandgerði, Keflavík og Vopnafjörður tapað stórum hluta af sínum kvóta frá 1991. Hlutdeild Akureyrar minnkaði, mest við söluna á ÚA, en hlutdeild Dalvíkur hefur aukist á móti frá 1991-2011.

Aflahlutdeild Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Akraness er samtals 22,4%, aflahlutdeild sveitarfélaga á Suðurnesjum er 13,7% og samtals gerir það rúmlega 36% af öllum kvóta á Íslandsmiðum. Hafnir utan höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja ráða yfir 64% kvótans árið 2011. Það hefur vakið eftirtekt að auglýsingar frá útvegsmönnum segja aðra sögu.

Þessar upplýsingar má lesa úr fylgiskjali með frumvarpi Þórs Saari og annarra þingmanna Hreyfingarinnar um breytingar á stjórn fiskveiða. Þar er tafla yfir aflahlutdeild byggðarlaga og sveitarfélaga frá 1991-2011.
#1
04.05.2012 kl: 11:34
Jn skrifar:

36% aflaheimilda og 72% flksins. Kerfi hyglir greinilega suvesturhorni landsins, rtt eins og lfsgin.

#2
04.05.2012 kl: 20:11
Hannes skrifar:

Flestir slendingar ba Reykjavk. Flest fyrirtki slands eru stasett Reykjavk. Er eitthva a v a flk greii ru flki me alvru pening fyrir a selja eign svo sem kvta, jafnvel tt a a vilji ba Reykjavk?
Vri a frttaefni ef a maur fr smb vestfrum keypti sr landsvi sunnan vi....kanski me sm lk ar sem hgt vri a vea eitthva?

#3
05.05.2012 kl: 08:12
Bjrn S. Lrusson skrifar:

a liggur orunum a veri s a kenna kaupendum kvta um hvernig komi er fyrir Vestfjrum aflahlutdeildum. g man svo langt a tgerarmaur Vestfjrum sagi vi mig ri 1993; eins gott a selja etta mean etta er einhver "eign" og f etta svo silfurfati egar kvtakerfi verur afnumi. annig voru vihorf margra tgerarmanna en g man sem frttamaur a hfu Vestfiringar litla tr a kerfi yri langlft. Svo - ekki kenna eim sem keyptu heldur eim sem seldu fr ykkur lfsbjrgina.

Vefumsjn