Landsmálavefur á Vestfjörđum | skutull@skutull.is
19.06.2012 - 15:15

Ólína hafnar baktjaldamakki um fiskveiđimálin: Óbundin af öđru en stefnu Samfylkingarinnar

Ólína Ţorvarđardóttir alţingismađur tekur ekki ţátt í svona...
Ólína Ţorvarđardóttir alţingismađur tekur ekki ţátt í svona...
Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar lýsti því yfir á Alþingi í dag að hún væri óbundin af samkomulagi því sem stjórnmálaflokkarnir á Alþingi gerðu í gær um þinglok og fleira. Hún segist ekki hafa veitt neinum umboð til að semja um fiskveiðistjórnunarmálin, þar sé hún bundin af stefnu síns flokks en ekki baksamningum stjórnmálaflokkanna. Ólína segir á smugunni.is að þingsköpin séu lýðræðisreglurnar sem eigi að fara eftir, en á því hafi orðið mikill misbrestur að undanförnu. Á bloggsíðu sinni segir Ólína: „Ég mun áfram berjast fyrir heilbrigðum og farsælum breytingum á fiskveiðistjórnun okkar - en þá baráttu vil ég heyja með opnum og heiðarlegum aðferðum, á grundvelli lýðræðislegrar umræðu og eðlilegra vinnubragða.“

 

Samkomulagið í gær um afgreiðslu mála á Alþingi gerir ráð fyrir að fresta frumvarpi ríkisstjórnarinnar um nýtt fskveiðistjórnunarkerfi til næsta hausts og að þá verði það rætt í sérstökum samráðshópi allra flokka.

Vefumsjón