Landsmlavefur Vestfjrum | skutull@skutull.is
24.04.2012 - 12:46

Panverk eftir Liszt, Chopin, Mussorgsky og Tchaikovsky Hmrum sunnudag

Giovanni Cultrera
Giovanni Cultrera
Ítalski píanóleikarinn Giovanni Cultrera heldur tónleika í Hömrum á Ísafirði næstkomandi sunnudag 29. apríl kl. 15:00. Þetta eru áskriftartónleikar á vegum Tónlistarfélags Ísafjarðar. Giovanni Cultrera flytur píanótónlist eftir Liszt, Chopin, Mussorgsky og Tchaikovsky. Áskriftarkort félagsmanna í Tónlistarfélaginu gilda á tónleikana, en einnig eru seldir miðar við innganginn.

Giovanni Cultrera fæddist í Catania á Ítalíu árið 1970. Hann stundaði nám við Superior Institute for Musical Studies “V. Bellini” og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn í píanóleik. Framhaldsnám stundaði hann við International Academy „Euterpe” þar sem hann var í þrjú ár við framhaldsdeild í píanóleik. Frá árinu 1992 hefur hann hlotið 30 alþjóðleg verðlaun og komið fram á yfir eitt þúsund einleikstónleikum í 25 löndum. Cultrera kennir við Bellini stofnunina á Ítalíu auk þess að halda meistaranámskeið og fyrirlestra meðal annars í Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi. Cultrera hefur verið í framkvæmda- og dómnefndum yfir 50 tónlistarkeppna víða um heim. Útgáfufyrirtæki hans varðandi útgáfu geisladiska er Eco-dischi.

Tónleikahald Tónlistarfélagsins hefur gengið brösuglega síðustu mánuði. Gissur Páll Gissurarson tenór var bókaður í febrúar en varð að aflýsa vegna anna við æfingar á La Boheme, Hallveig Rúnarsdóttir sópran var bókuð í mars og síðan aftur nú í apríl en varð að fresta í bæði skiptin vegna veikinda, fyrst píanóleikarans og síðan hennar. Nú verður bætt úr þessu með tónleikum Culturera og vonandi öðrum tónleikum í maí.
Vefumsjn