Landsmálavefur á Vestfjörđum | skutull@skutull.is
11.05.2012 - 18:05

Strandveiđibátar á vestursvćđi búnir međ skammtinn í maímánuđi

Gunnsteinn í Norđurfirđi og Óli á Gjögri í bryggjuspjalli um strandvieđar í fyrrasumar. Mynd Gunnar Njálsson
Gunnsteinn í Norđurfirđi og Óli á Gjögri í bryggjuspjalli um strandvieđar í fyrrasumar. Mynd Gunnar Njálsson
Strandveiðum á vestursvæði er lokið í maímánuði, eftir tæpar tvær vikur. Vestursvæði nær yfir Snæfellsnes og Vestfirði að Strandasýslu. Á því svæði eru langflestir strandveiðibátar skráðir. Sjávarútvegsráðuneytið hefur birt auglýsingu um stöðvun veiða á svæði A út maímánuð. Veiðarnar hófust 2. maí og síðasti dagur var í gær, fimmtudag 10. maí, því ekki er leyfilegt að róa á föstudögum til sunnudags. Veiðarnar á svæði A stóðu því aðeins yfir í 6 veiðidaga. Veiðar halda áfram á öðrum svæðum, norður-, austur- og suðursvæði á meðan veiðiskammtur þeirra svæða endist. Skammturinn í maí á svæði A var 715 tonn, eins og fram kom á skutli.is í síðustu viku. 
#1
12.05.2012 kl: 07:57
níels a. ársćlsson skrifar:

Ţvílík skömm ađ leyfa mönnum ekki ađ róa í ţađ minnsta 5 daga í viku allan mánuđin.

Vefumsjón