Landsmßlavefur ß Vestfj÷r­um | skutull@skutull.is
18.04.2012 - 15:22

Sumardagurinn fyrsti Ý Edinborgarh˙sinu: Skemmtun fyrir b÷rn og fullor­na

Menningarmi­st÷­in Edinborg ß ═safir­i.  Mynd Kßri ١r Jˇhannsson
Menningarmi­st÷­in Edinborg ß ═safir­i. Mynd Kßri ١r Jˇhannsson
Börn og bækur - Sumarlestur nefndist dagskrá sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði Sumardagurinn fyrsta frá klukkan 14-16. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði og er ætluð sem skemmtun fyrir börn og fullorðna. Í Edinborgarsal mun Marta Hlín Magnadóttir M.Ed. og annar höfunda Rökkurhæða fjalla um læsi barna. Foreldrar segja frá lestri barna sinna og ungmenni frá
sínum lestrarvenjum. Ýmis skemmtiatriði verða í flutningi barna, svo sem dans, söngur og rapp.  Í Bryggjusal verður úrval bóka til að skoða og lesa ásamt annarri afþreyingu. Hægt verður að fá ráð við val á bókum til að lesa fyrir börn og með börnum. Aðgangur er ókeypis og boðið upp á veitingar. „Allir velkomnir,“ segir í tilkynningu frá Edinborgarhúsinu.
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.
Vefumsjˇn