Landsmálavefur á Vestfjörđum | skutull@skutull.is
24.05.2012 - 13:13

,,Ţađ skiptir máli hverjir stjórna," segir Samfylkingarfólk

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík, sem haldinn var á þriðjudagskvöld sendi frá sér ályktun, þar sem minnt er á árangur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og að núverandi jafnaðarmannastjórn hafi markað íslensku þjóðfélagi nýja braut á leið til réttlætis og jöfnuðar.  Ályktunin fer hér á eftir:


Samfylkingin í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík fagnar þeim árangri sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur náð við að koma þjóðinnu upp úr efnahagskreppunni. Í þeirri vinnu hefur ríkisstjórnin náð því markmiði sínu að verja velferðina og auka jöfnuð í samfélaginu. Skýrsla þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands sem kynnt var í lok apríl sýnir að tekist hefur að verja lágtekju- og millitekjufólk fyrir áhrifum kreppunnar þrátt fyrir að hér á landi hafi ríkt mesti samdráttartími eftirstríðsáranna. Það má því ljóst vera að það skiptir máli að vinstri stjórn haldi áfram á sömu braut og nái að gera samfélag okkar aftur að skandenavísku velferðarsamfélagi þar sem ríkir réttlæti og jöfnuður.

#1
24.05.2012 kl: 14:03
Jón skrifar:

SVIK :(

Stjórnarflokkarnir lofuđu ađ innkalla allar aflaheimildir á allt ađ 20 árum (fyrningarleiđ) og úthluta ţeim á ný á sanngjarnan og réttlátan hátt, ţannig ađ nýir ađilar kćmust inn í greinina og dreifđar byggđir út um land fengju veiđiheimildir á ný. - En samkvćmt ţeim drögum sem lögđ hafa veriđ fram, er ćtlunin ađ úthluta megninu af veiđiheimildunum til handhafa kvótans ( kvótakónganna) til 15-20 ára (nýtingarréttur). Ţessi hugmynd um ađ festa forréttindi kvótakónganna í sessi til langs tíma er forkastanleg og alger svik á kosningaloforđum Samfylkingarinnar í málinu og VG samţykkti stefnu Samfylkingarinnar í kvótamálinu, ţegar stjórnin var mynduđ.

#2
24.05.2012 kl: 15:21
Funny people skrifar:

Benni Bjarna er húmoristi og ég tek ţessa ályktun ţannig. Spurning hvort ţessi fundur er sammála sínum gamla félaga úr Bolungarvík í ţessu bréfi hans.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesa_Innlent/65-ara-og-buinn-ad-tapa-ollu-sinu-og-atvinnulaus-i-4-ar-gefur-samfylkingunni-rad

#3
25.05.2012 kl: 00:02
Einn jákvćđur skrifar:

Enn og aftur byrja útúrsnúningar og niđurrif, ţegar bent er á ađ ríkisstjórnin hafi náđ frábćrum árangri. Sumir vilja bara ekki heyra neitt jákvćtt. Og ţegar ljóst er ađ jöfnuđur hefur aukist í samfélaginu, ţrátt fyrir mikla erfiđleika, má alls ekki nefna ţađ. Sjáiđ bara hvernig Mogginn lćtur, eins og spilltur krakki sem er búinn međ allt sćlgćtiđ sitt og fćr ekki meira.

Vefumsjón