Landsmlavefur Vestfjrum | skutull@skutull.is
21.06.2012 - 13:01

Vi Djpi: Klassk Hmrum kvld og Skli mennski Hsinu

Skli mennski rarson sngvaskld
Skli mennski rarson sngvaskld
Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari leikur ásamt píanóleikaranum Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og Sæunni Þorsteinsdóttur sellóleikara á tónleikum í Hömrum á Ísafirði í kvöld klukkan 20.  Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Camille Saint-Saëns og Sergei Prokofiev.  Tónleikarnir eru hluti af dagskrá hátíðarinnar Við Djúpið, sem stendur yfir á Ísafiðri þessa dagana. Í kvöld klukkan 22 kemur svo ísfirska söngvaskáldið Skúli Þórðarson, betur þekktur undir listamannsnafninu Skúli mennski, fram í Húsinu við Hrannargötu, ásamt húshljómsveitinni.

 

Stefán Ragnar Höskuldsson er leiðandi flautuleikari í hljómsveit Metropolitanóperunnar í New York og leikur reglulega í Carnegie Hall og Zankel Hall undir stjórn James Levine. Hann hefur leikið með öðrum virtum hljómsveitum í Bandaríkjunum, svo sem Mostly Mozart-­hljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago. Stefán Ragnar er virkur í flutningi kammer-­‐ og einleikstónlistar. Hann hefur kennt við Guildhall og Royal Academy of Music í Lundúnum og við Conservatorio Real í Madrid.

 

Skúli mennski ásamt húshljómsveit, sem skipuð er Halldóri Smárasyni, Valdimar Olgeirssyni og Kristni Gauta Einarssyni, kemur fram á veitingastaðnum Húsinu í kvöld. Skúli mennski er Ísfirðingur að upplagi og eðlisfari. Hann hefur fengist við að semja og flytja tónlist í hartnær tíu ár og sækir innblástur úr öllum áttum samfélagsins. Eftir hefðbundna grunn- og menntaskólagöngu að meðtöldu innliti í Tónlistaskólann á Ísafirði hefur Skúli numið við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað, Söngskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands með misjöfnum árangri. Skúli hefur starfað með fólki úr mörgum listgreinum, spilað á hátíðum hérlendis og erlendis. Skúli kemur einnig reglulega fram sem trúbador. Hann er söngvari bítbandsins Sökudólgarnir sem gaf út diskinn Líf og fjör árið 2008. Í apríl 2010 kom út platan Skúli mennski og hljómsveitin Grjót með Skúla ásamt hljómsveitinni Grjót.
Vefumsjn